top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Hlöðver Skúli ráðinn rannsóknastjóri Vörðu


Hlöðver Skúli Hákonarson hefur verið ráðinn í nýtt starf rannsóknastjóra Vörðu-Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins. Hlöðver Skúli er með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands og Master í opinberri stefnumótun frá Sciences Po Paris.


Undanfarið hefur Hlöðver Skúli starfað hjá vinnumarkaðssviði OECD. Þar hefur hann sérstaklega skoðað stöðu innflytjenda og hefur viðamikla reynslu af gagnavinnu og greiningu gagna. Áður hefur Hlöðver starfað hjá EFTA og sendiráði Íslands í París.



185 views0 comments

Comments


bottom of page