top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Styrkur úr Byggðarannsóknasjóði til að rannsaka stöðu kvenna í láglaunastörfum


Verkefnið „Working-Class women, Well-being and the Welfare State: New Evidence from the Icelandic Context“ fékk nýlega styrk úr Byggðarannsóknasjóði. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annarsvegar að rannsaka áhrif atvinnu, fjölskyldulífs og félags- og efnahagslegrar stöðu á líkamlega og andlega velferð kvenna í láglaunastörfum. Hinsvegar að greina reynslu kvenna í láglaunastörfum af íslenska velferðarkerfinu og hlutverk kerfisins er í að viðhalda félagslegum ójöfnuði. Styrkurinn frá Byggðarannsóknasjóði verður nýttur til að rannsaka andlega og líkamlega heilsu kvenna með lágar tekjur, bæði í dreifbýli og þéttbýli og hvernig velferðarstefna stjórnvalda virkar eða virkar ekki fyrir þennan hóp.


Verkefnið leiðir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og meðlimir rannsóknahópsins eru Andrea Hjálmsdóttir, lektor við HA, Bergljót Þrastardóttir, lektor við HA og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands. Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins er samstarfsaðili verkefnisins sem og RHA-Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri.

Nánari upplýsingar um þau verkefni sem hlutu styrk úr Byggðarannsóknasjóði má finna á heimasíðu Byggðastofnunar.


85 views0 comments

Comments


bottom of page