Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins hefur hlotið 4 milljón króna styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála í verkefnið NEET hópurinn: Staða og bakgrunnur ungmenna af erlendum uppruna utan vinnumarkaðar og skóla. Verkefnið er unnið í samstarfi með Alþýðusambandi Íslands og Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.
Varða hefur ráðið Öddu Guðrúnu Gylfadóttur, félagsfræðing, til verkefnisins. Hún mun kortleggja stöðu og bakgrunn þessa hóps með það að leiðarljósi að varpa ljósi á þær hindranir sem mæta ungmennum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi.
Comments