top of page

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

Vörðu - Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins

1. Persónuverndarlöggjöf

Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins gætir fyllsta öryggis við meðferð persónuupplýsinga og starfar að öllu leyti samkvæmt lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eins og þau eru á hverjum tíma. Varða starfar sömuleiðis í samræmi við evrópureglugerð nr. 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga.

2. Söfnun upplýsinga og notkun þeirra

Hlutverk Vörðu er að efla og búa til vettvang fyrir rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála á grundvelli samkomulags milli Alþýðusambands Íslands og BSRB. Innan þess ramma framkvæmir Varða kannanir fyrir stök aðildarfélög innan bæði ASÍ og BSRB og eftir atvikum fyrir  aðrar stofnanir en einnig stærri kannanir á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Úr gögnum sem safnast við framkvæmd kannananna eru m.a. útbúnar skýrslur sem miða að því að bæta þekkinguna á vinnumarkaði og lífskilyrðum fólks í víðu samhengi. Einnig eru skrifaðar fræðigreinar sem birtast í vísindatímaritum. Niðurstöður þeirra kannanna sem gerðar eru fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar í heild birtast á heimasíðu Vörðu, www.rannvinn.is. Í þeim tilfellum sem Varða gerir kannanir fyrir einstök aðildarfélög, afhendir hún viðkomandi aðila fullbúna skýrslu en aldrei aðgang að þeim gögnum sem safnað hefur verið. Við úrvinnslu gagna hvort sem það er fyrir skýrslur eða fræðigreinar er þess gætt, af ítrustu varfærni, að allar persónuupplýsingar sem gæti verið hægt að rekja til einstaklinga séu fjarlægðar. Varða safnar hvorki nöfnum né kennitölum. Aðildarfélög ASÍ og BSRB senda út kannanir fyrir hönd Vörðu en afhenda stofnuninni ekki upplýsingar um félagsfólks sitt. Varða varðveitir eingöngu netföng og símanúmer þeirra einstaklinga sem gefa stofnunni sérstakt leyfi til að senda beint til þeirra kannanir. Netföng og símanúmer svarenda og svörin við könnununum eru aldrei vistuð á sama stað.  

3. Varðveisla persónuupplýsinga

Varða vinnur að því að byggja upp netpanel til rannsókna á aðstæðum, heilsu og starfsumhverfi launafólks til langstíma. Í þeim tilgangi geymir Varða lista yfir netföng og símanúmer þeirra sem gefið hafa leyfi fyrir því að vera í netpanel Vörðu ásamt upplýsingum um þjóðerni. Jafnframt verða geymdar upplýsingar um fjölda kannana sem viðkomandi netfang hefur fengið boð um að taka þátt í til að koma í veg fyrir að sami einstaklingur fá sendar of margar kannanir. Varða geymir einnig gögn úr könnunum sínum sem innihalda upplýsingar um kyn, aldur litarhaft, þjóðernisuppruna, skerta starfsgetu, kynhneigð, kynvitund, og stéttarfélagsaðild. Þær upplýsingar eru þó ávallt aðskildar frá netfangalistanum og því aldrei persónugreinanlegar. Öll rannsóknargögn eru geymd á netþjónum sem eingöngu starfsfólk Vörðu hefur aðgang að með lykilorði. Starfsfólk Vörðu hefur skrifað undir trúnaðar- og þagnareið. Varða notar netkönnunarþjónustuaðilann Core Data sem uppfyllir allar kröfur um vörslu persónugreinanlegra gagna samkvæmt persónuverndarlöggjöf. 

4. Ábyrgð á öryggi persónuupplýsinga

Varða ber ábyrgð á að  tryggja öryggi allrar persónuupplýsinga sem kunna að safnast um þátttakendur hvort sem um ræðir þátttakendur í netkönnunum eða í einstaklingsviðtölum. Varða miðlar aldrei persónuupplýsingum um þátttakendur  til þriðja aðila. 

5. Eyðing persónuupplýsinga

Meginreglan er sú að persónuupplýsingum verði eytt þegar þeirra er ekki þörf lengur en í síðasta lagi við lok þess almanaksárs þegar sjö ár eru liðin frá öflun þeirra. Þetta á þó ekki við um niðurstöður rannsókna Vörðu, sem verða varðveittar lengur og þá með þeim hætti að upplýsingarnar séu ekki persónugreinanlegar. 

6. Þín réttindi

Þú átt rétt á og getur, hvenær sem er, óskað eftir að afturkalla samþykki þitt fyrir því að vera í netpanel með því að senda tölvupóst þess efnis á rannvinn@rannvinn.is og mun þá netfang þitt vera fjarlægt af netfangalistanum.

7. Lög og lögsaga

Þessi persónuverndarstefna fellur undir íslensk lög. Leysa skal úr ágreiningi sem kann að rísa í tengslum við persónuverndarstefnuna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef ekki er hægt að leysa úr honum á annan hátt.  

8. Breytingar á persónuverndarstefnu Vörðu

Varða áskilur sér rétt til þess að breyta og uppfæra persónuverndarstefnu þessa hvenær sem er. Tilkynnt verður sérstaklega um allar slíkar breytingar á heimasíðu Vörðu. 

bottom of page