Konur sinna heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins langt umfram karla. Verkskipting hjá konum og körlum í sambúð er mjög hefðbundin þar sem konur sjá í mun meira mæli um verkefni sem eru dagleg eða unnin oft í viku og innandyra en karlar sjá frekar um störf sem eru unnin utandyra og oftar tilfallandi. Samkvæmt niðurstöðunum sinnir meirihluti kvenna alltaf eða yfirleitt þvotti og þrifum á heimilinu. Karlar sinna hins vegar mun frekar viðhaldi, bílum og reiðhjólum. Jafnari ábyrg