STARFSFÓLK

Vörðu - rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins

Mynd1.jpg

Kristín Heba Gísladóttir

Framkvæmdastjóri

Kristín er fyrsti framkvæmdastjóri Vörðu. Hún er með BA próf í sálfræði og M.Sc. gráðu í auðlindafræði. Kristín starfaði áður sem framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar og sem stundakennari við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri.

Netfang: kristin@rannvinn.is

Laun miðað við fullt starf eru 870.570 kr. 

Margrét Einarsdóttir

Margrét Einarsdóttir.JPG

Sérfræðingur

Margrét er með doktorspróf í félagsfræði frá Háskóla Íslands á sviði vinnumarkaðar og hefur unnið við rannsóknir og háskólakennslu í á annan áratug. Sérþekking hennar nær til stöðu ungmenna og annarra minnihlutahópa á vinnumarkaði, kynskipts vinnumarkaðar, félags- ​og skipulagsþátta vinnuverndar, norrænna velferðarkerfa og rannsóknaraðferða félagsvísinda, jafnt megindlegra og eigindlegra aðferða. Meistara-, doktors- og nýdoktorsrannsóknir hennar snéru á einn eða annan hátt að launaðri vinnu íslenskra ungmenna. Að öðrum rannsóknum sem hún hefur komið að má nefna rannsókn á launa- og umönnunarmun kynjanna, á ofbeldi gegn börnum og á umfangi matarsóunar á Íslandi. Margrét hefur einnig reynslu af rekstri fyrirtækis, blaðamennsku, bókhalds- og ritstörfum. 

Netfang: margret@rannvinn.is

Laun miðað við fullt starf eru 765.750 kr. 

Adda Guðrún Gylfadóttir.jpeg

Adda Guðrún Gylfadóttir

Rannsakandi

Adda Guðrún er með BA próf í félagsfræði frá Háskóla Íslands og mun byrja í meistaranámi í félagsfræði við Oxford háskóla í haust.

Starf hennar hjá Vörðu felst í rannsóknavinnu á sviði atvinnumála ungs fólks af erlendum uppruna. 

Netfang: addagudrun@rannvinn.is

Laun miðað við fullt starf eru 650.000 kr.