Vörðu grjót (2).jpg

UM VÖRÐU

Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Í október 2019 undirrituðu Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, samkomulag um stofnun rannsóknastofnunar í vinnumarkaðsfræðum. Markmiðið með stofnuninni var að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála sem er ætlað að bæta þekkingu á lífsskilyrðum launafólks og brúa bilið á milli fræðasamfélagsins og verkalýðshreyfingarinnar. Stofnunni er ætlað að dýpa umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu með betri lífsskilyrðum.
Í kjölfar samkomulagsins milli ASÍ og BSRB var ákveðið að efna til nafnasamkeppni um hentugt nafn fyrir stofnunina. Alls bárust á fjórða hundrað tillögur frá 115 einstaklingum. Tillaga Elínar Mörtu Ásgeirsdóttur, Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins var valið besta nafnið.