#metoo-bylgjan og vinnustaðir
þri., 18. maí
|us02web.zoom.us


Time & Location
18. maí 2021, 12:30 – 13:30
us02web.zoom.us
About the event
Nú stendur yfir önnur #metoo bylgja þar sem konur stíga fram og segja frá reynslu sinni af kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Ofbeldi og áreitni eru inngróin í samfélagsgerðina og eiga sér stað alls staðar þar sem fólk kemur saman: inni á heimilum, í almannarýminu og á vinnustöðum. Gerendur eru í miklum meiri hluta karlar og konur eru stærstur hluti þolenda.
Félagsmálaskóli alþýðu, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins boða til hádegisfundar þar sem athyglinni verður beint að birtingarmyndum og áhrifum #metoo á vinnustaði. Hvernig á að fjalla um #metoo byltinguna á vinnustöðum? Hvað lærðum við af síðustu bylgju sem spratt fram í seinnihluta árs 2017 og hvernig hefur reynslan verið síðan þá? Hefur eitthvað breyst og hverjar eru orsakir þess að konur þurfa að stíga aftur fram og greina frá sárri reynslu?
Sólborg Guðbrandsdóttir, fyrirlesari og aktívisti, fjallar um upp úr hvaða jarðvegi yfirstandandi #metoo bylgja…