Rétta leiðin út úr kreppunni
25. nóvember 2020. Kl. 12:30-13:10
|https://us02web.zoom.us/j/81150058367
Time & Location
25. nóvember 2020. Kl. 12:30-13:10
https://us02web.zoom.us/j/81150058367
About the event
Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til djúprar efnahagskreppu . Grace Blakeley er breskur hagfræðingur og hefur róttækar hugmyndir um leiðina út úr kreppunni. Markmiðið eigi ekki að vera endurreisn samfélagsins, heldur umbreyting þar sem jafnrétti, umhverfismál og réttlæti séu leiðarstefið. Fundarstjóri er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB standa fyrir röð af hádegisfyrirlestrum um réttu leiðina út úr kreppunni. Á fundunum er fræðileg umfjöllun fléttuð saman við reynslu af skipulögðu starfi verkalýðshreyfinga og annarra almannasamtaka.
Fundirnir fara fram í gegnum Zoom og eru öllum opnir. Boðið er upp á túlkun yfir á íslensku og til að nýta hana þarf að smella á lítinn hnött sem birtist í stikunni og velja túlkun. Hægt er að velja „mute orginal sound“ til að heyra eingöngu í túlknum.
Smellið á þennan link til að taka þátt: https://us02web.zoom.us/j/81150058367