top of page

Staða og bakgrunnur erlendra ungmenna utan vinnumarkaðar og skóla

mið., 27. okt.

|

https://us02web.zoom.us/j/84969501303

Tickets Are Not on Sale
See other events
Staða og bakgrunnur erlendra ungmenna utan vinnumarkaðar og skóla
Staða og bakgrunnur erlendra ungmenna utan vinnumarkaðar og skóla

Time & Location

27. okt. 2021, 00:30

https://us02web.zoom.us/j/84969501303

About the event

Undanfarna áratugi hefur dregið úr atvinnuþátttöku ungmenna víðast hvar í aðildarríkum OECD og samhliða orðið fjölgun í hópi ungmenna sem stunda hvorki nám né atvinnu (e. not in employment, education or training (NEET)). Samskonar þróun hefur átt sér stað á Íslandi og hefur Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins unnið tvær rannsóknir á þessum hópi. Á þessum hádegisfundi mun Adda Guðrún Gylfadóttir, rannsakandi hjá Vörðu, kynna niðurstöðu rannsóknanna og fjalla um úrbætur í málefnum ungmennan í þessari stöðu. Annars vegar er um að ræða greiningu á gögnum frá Hagstofu Íslands á umfangi og eðli NEET-hópsins sem var styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála. Hins vegar mun Adda Guðrún kynna niðurstöður eigindlegrar rannsóknar á stöðu ungra kvenna af erlendum uppruna sem eru utan vinnumarkaðar og skóla. Sú rannsókn var styrkt af Jafnréttissjóði Íslands.

Niðurstöður rannsóknar Vörðu sýnir að fjöldi óvirkra ungmenna er nátengdur stöðunni á vinnumarkaði. Einnig hafa þættir eins og kyn, aldur, menntunarstig, félags-…

Share this event

©2020 Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins.

bottom of page