ASÍ og BSRB efndu til nafnasamkeppni um nafn á nýrri rannsóknastofnun í vinnumarkaðsfræðum og bárust alls á fjórða hundrað tillögur frá 115 einstaklingum.
Elín Marta Ásgeirsdóttir átti vinningstillöguna: Varða - rannsóknastofnun vinnumarkaðarins og hlýtur hún 50.000 kr. peningaverðlaun fyrir tillöguna. Nafnið er þjált og er lýsandi fyrir leitina að þekkingunni sem er verkefni stofnunarinnar.
Comments