top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Svört skýrsla um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi

Þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og jöfnuður mælist hér mikill ríkir hér kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks á Íslandi. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000kr útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg.

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu - Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka, sem kynntar voru í Mannréttindahúsinu kl. 10:00 í morgun. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdarstýra Vörðu, kynnti helstu niðurstöður en greining Vörðu er umfangsmikil og nær til margra þátta. Lokaorðum sínum beindi hún til stjórnvalda og spurði hversu slæmt ástandið þyrfti eiginlega að verða - til að stjórnmálamenn brygðust við sem skyldi og tækju til hendinni í málaflokknum.

 

Helstu niðurstöður rannsóknarinnar:

-        Ríflega þriðjungur býr við efnislegan skort eða verulegan efnislegan skort 

o   Tæplega tveir af hverjum tíu búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt  

-        Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að

stofna til skuldar 

-        Meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína nokkuð eða mun verri en fyrir ári síðan 

-        Helmingur þarf að neita sér um og félagslíf vegna fjárhagsstöðu sinnar 

o   Fjögur af hverjum tíu þurfa að neita sér um nauðsynlegan klæðnað og

næringarríkan mat

-        Slæm fjárhagsstaða kemur í veg fyrir að hægt sé að greiða grunnþætti fyrir börn 

o   Tæplega fjögur af hverjum tíu geta ekki greitt kostnað vegna tómstunda,

félagslífs eða gefið börnum sínum jóla og/eða afmælisgjafir 

-        Fjárhagsstaða einhleypra foreldra með örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og

örorkustyrk er á öllum mælikvörðum verst 

o   Ríflega þrjú af hverjum tíu búa við verulegan skort á efnislegum gæðum 

o   Tæplega níu af hverjum tíu einhleypum mæðrum geta ekki mætt óvæntum

80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar 

o   Fjórðungur einhleypra mæðra hafa þurft mataraðstoð á síðastliðnu ári 

o   Tæplega helmingur einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum

nauðsynlegan klæðnað eða eins næringarríkan mat og þau vilja né greitt kostnað vegna félagslífs barna sinna eða haldið afmæli eða veislur fyrir börn sín 

-        Tæplega helmingur býr við þunga byrði af húsnæðiskostnaði 

o   Ríflega sex af hverjum tíu einhleypum foreldrum búa við þunga byrði af

húsnæðiskostnaði 

-        Sjö af hverjum tíu búa við slæma andlega líðan 

o   Hlutfallið er enn hærra meðal einhleypra foreldra en ríflega átta af hverjum tíu

búa við slæma andlega heilsu 

-        Hátt hlutfall hefur nær daglega hugsað um að það væri betra ef þau væru dáin eða

hugsað um að skaða sig 

o   Það á við um 15% einhleypra karla, karla á endurhæfingarlífeyri, karla á aldrinum

31-50 ára og kvenna 30 ára og yngri 

-        Tæplega sex af hverjum tíu finna fyrir mjög eða frekar mikilli félagslegri einangrun

o   Hæst er hlutfallið meðal karla á endurhæfingarlífeyri

-        Ríflega fjögur af hverjum tíu hafa neitað sér um tannlæknaþjónustu og

sálfræðiþjónustu og er algengasta ástæða þess að neita sér um heilbrigðisþjónustu kostnaður 

 

Lesa má skýrsluna í heild hér



282 views0 comments

Comments


bottom of page