top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Varða hlaut styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar


Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins hlaut á dögunum einnar miljónar króna styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar til að framkvæma rannsókn sem varpa mun ljósi á lífsskilyrði og heilsu fólks sem starfar við ræstingar.

Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi þeirra sem starfa við ræstingar á undanförnum áratugum þar sem ræstingum hefur í síauknum mæli verið útvistað til einkafyrirtækja. Slíkt fyrirkomulag hefur í för með sér að starfsfólkið er ekki hluti af vinnustaðnum sem það raunverulega starfar á og nýtur því ekki þess ávinnings að vera hluti af þeirri heild sem vinnustaðir geta verið fyrir starfsfólk. Að sama skapi eru störf við ræstingar í sífellt meira mæli unnin af innflytjendum sem verða í mun meira mæli fyrir réttindabrotum á vinnumarkaði.


Markmið rannsóknarinnar er að greina sérstaklega stöðu þeirra sem starfa við ræstingar í samanburði við þau sem vinna önnur störf. Fjárhagsstaða verður greind með ítarlegum hætti en auk þess verður líkamleg og andleg heilsa þeirra skoðuð og hvort þau séu í meira eða minna mæli með einkenni starfstengdrar kulnunar.

68 views0 comments

Comments


bottom of page