top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Varða leitar eftir að ráða rannsóknastjóra




Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins leitar eftir að ráða rannsóknastjóra til starfa. Varða er ung stofnun í uppbyggingarfasa sem er spennandi vettvangur fyrir metnaðarfulla rannsakendur.


Leitað er að einstaklingi sem hefur djúpa og viðamikla þekkingu á megindlegri aðferðafræði rannsókna í félagsvísindum. Getur leitt rannsóknaverkefni í innlendu og/eða erlendu samstarfi, hefur sérfræðiþekkingu á rannsóknarsviði sem tengist vinnumarkaði, kaupum og kjörum, getur unnið úr niðurstöðum rannsókna, birt þær niðurstöður á fræðilegum vettvangi í ritrýndum greinum og greint frá niðurstöðum rannsókna.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Leiða aðferðarfræði rannsókna.

  • Leiða vinnu við umsóknir um rannsóknarstyrki og fylgjast með tengdum rannsóknum.

  • Rannsóknarvinna og úrvinnsla tölfræðilegra gagna og uppbygging gagnasafna.

  • Birting niðurstaðna í viðurkenndum fræðatímaritum.

  • Kynning niðurstaðna rannsókna á fræðilegum vettvangi.

  • Þátttaka í nýsköpun og þróun Vörðu.

  • Mótun rannsóknaraðferða og þróun rannsóknarverkefna í samstarfi við aðildarfélög.

  • Önnur verkefni sem viðkomandi eru falin af framkvæmdastjóra.


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Framhaldspróf á háskólastigi sem nýtist við vinnumarkaðstengd rannsóknaverkefni.

  • Haldbær þekking og reynsla af greiningu gagna og aðferðarfræði rannsókna.

  • Mjög góð reynsla af notkun tölfræðikerfa (t.d. SPSS, Stata, R).

  • Góð þekking á vinnumarkaðsmálum og innlendum vinnumarkaði.

  • Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti og hæfni í framsetningu gagna.

  • Góð samskipahæfni, lipurð og geta til að vinna í krefjandi umhverfi.

  • Frumkvæði, sjálfstæði í starf, ögun í vinnubrögðum.

  • Reynsla af því að leiða rannsóknarverkefni er kostur.

  • Reynsla af alþjóðastarfi er kostur.


Varða Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins var stofnuð 2020 og er í eigu Alþýðusambands Íslands og BSRB. Varða sinnir fjölbreyttum rannsóknum er varða lífskjör fólks í víðu samhengi og sinnir auk þess rannsóknastarfsemi fyrir aðildarfélög ASÍ og BSRB. Varða hefur það að markmiði að efla rannsóknir á lífskjörum launafólks og velferð almennings. Nánari upplýsingar um Vörðu á www.rannvinn.is 


Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.

Umsóknir óskast fylltar út á www.vinnvinn.is


Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hafa Audur Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).

53 views0 comments
bottom of page