top of page
Search
  • Writer's pictureVarða rannsóknastofnun vinnumarkaðarins

Úrtaksrannsóknir Vörðu


Við val á rannsóknaraðferðum þarf að meta kosti þeirra og galla. Varða notast við heildarþýðisúrtak (e. total population sampling) sem er ein af tegundum markvissra úrtaka (e. purposive sampling) þar sem skilgreint þýði er félagar í aðildarfélögum ASÍ og BSRB. Þar sem Varða hefur ekki aðgang að félagaskrám aðildarfélaganna getur stofnunin ekki tekið slembiúrtak (e. random sample) úr öllu þýðinu. Félögin sjálf hafa milligöngu um að virkja félagsfólk sitt til þátttöku í úrtaksrannsóknum Vörðu.


Kostir þessarar nálgunar er að hún gerir okkur kleift að safna upplýsingum um hóp án þess að hafa aðgang að þýðisskrá. Þá er sérstaklega litið til þess að með þessari aðferð er hægt að ná betur til innflytjenda en svörun sumra hópa innflytjenda er mjög lág í úrtökum sem eru dregin úr þjóðskrá. Innflytjendur eru stór hluti félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB og mikilvægt að afla upplýsinga um stöðu þess hóps eins og annarra.


Ókostir markvissra úrtaka eru þekktir. Varða hefur fengið mikinn fjölda svara í úrtaksrannsóknum sínum en svarhlutfallið er engu að síður lágt. Það er því umtalsverð hætta á að þau sem svara endurspegli ekki þýðið í heild sinni. Til að bregðast við þessum ágalla vigtar Varða gögnin út frá þekktum eiginleikum þýðisins.


Þrátt fyrir þessa annmarka gefa úrtaksrannsóknirnar góða vísbendingu um aðstæður félagsfólks ASÍ og BSRB. Varða vinnur að því að efla framkvæmd úrtaksrannsókna sinna enda eftirsóknarvert að geta búið til nákvæmari upplýsingar sem er hægt að heimfæra með sem mestri vissu upp á aðstæður launafólks á Íslandi í dag.


60 views0 comments
bottom of page